Stinnandi meðferðir

Stinnari og þéttari húð á 50 mínútum

Markmið meðferðar

Lift Summum andlitsmeðferðin gerir húðina stinnari og dregur samstundis úr þreytu og öldrunarmerkjum í andliti, á hálsi og bringu.
Meðferðin er samblanda af einstaklega virkum innihaldsefnum sem auka stinnleika og þéttleika húðar ásamt sérstöku nuddi.

Árangur

Eftir 50 mínútur er húðin á andliti, háls og bringu stinnari og þéttari. Dregið hefur úr þreytu og öldrunarmerkjum eins og hrukkum og fínum línum.

Andlitslyfting án skurðaðgerðar

Markmið meðferðar

Með aldrinum höfum við tilhneigingu til að nota vöðvana sjaldnar, sem veldur því að húðin missir stinnleika sinn og útlínur slakna.

Hydradermie Lift mótar og stinnir andlitsvöðvana. Á aðeins nokkrum mínútum verður húðin sléttari, stinnari og frísklegri.

Árangur

Eftir fyrstu meðferð muntu sjá sýnilegan árangur. Andlitslyfting án skurðaðgerðar. Húðin hefur endurheimt tóninn og dregið hefur úr hrukkum og fínum línum. Þessi aðferð er eins og vöðvaþjálfun fyrir andlitið.

Lyftandi augnmeðferð

Markmið meðferðar

Öflug sérmeðferð fyrir augnsvæðið sem vinnur gegn hrukkum, þrota og baugum. Í meðferðinni er unnið með vöðvaþjálfun þar sem notað er Hydradermie tækið. Meðferðin styrkir augnsvæðið, hindrar þrota, minnkar dökka bauga og endurnýjar frumustarfsemi húðar.

Árangur

Augnsvæðið hefur fengið lyftingu, dregið hefur úr fínum línum, þrota og baugum. Augnsvæðið er unglegra.

Bylting gegn öldrun á 30 mínútum

Markmið meðferðar

Meðferðin hefst á djúphreinsun og svo er Age Influx þykkni borið á húðina sem örvar frumuendurnýjun. Þykknið myndar einnig kemískan hita í húðinni, án ertingar, til að auka blóðflæði til efri húðlaga og örva taugaenda í húð. Við það eykst frumunýmyndun svo efri húðlögin þykkna. Síðan er unnið með Vibrosmoothing elektróðu sem sléttir og jafnar áferð yfirhúðar. Loks er unnið með Vibrodermic elektróðu sem vinnur dýpra í húðinni (í leðurhúðinni) og dregur úr samdrætti í húð sem veldur hrukkum. Saman ‘brjóta’ elektróðurnar niður yfirborð hrukka og fínna lína sem nýjar frumur fylla síðan upp í svo húðin verður sléttari.

Árangur

Augnsvæðið hefur fengið lyftingu, dregið hefur úr fínum línum, þrota og baugum. Augnsvæðið er unglegra.